Býst við að fara í leyfi sem dómari á meðan á framboði stendur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 09:56 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Vísir/ÞÞ Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segist gera ráð fyrir því að hann fari í leyfi frá störfum á meðan hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Honum segist full alvara með framboðinu og stefnir á að komast inn á Alþingi. Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór. Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór.
Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira