Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2021 16:49 Fyrir liggur að færri komast að en vilja, í efstu sæti á Reykjavíkurlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43
Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22