#MeToo - ég gerði það líka Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. maí 2021 13:30 Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun