Afkoma þriggja banka 24 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:50 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Vísir Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa nú allir skilað uppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Samanlagður hagnaður þeirra er 17,2 milljarðar króna samanborið við sjö milljarða tap á sama tíma í fyrra. Landsbankinn skilar mestum hagnaði eða 7,6 milljörðum, Arion banki 6 milljörðum og Íslandsbanki 3,6 milljörðum króna. Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag. Þar kemur fram að hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins nemi 7,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,6 milljarða króna tap á sama tíma fyrir ári. Þjónustutekjur hafi aukist á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna meiri umsvifa en vaxtamunur minnkað. Þá hafi hagkvæmni í rekstri haldið áfram að aukast. Spár um efnahagsbata og ítarlegt mat á útlánasafninu valdi því að virðisbreytingar útlána séu jákvæðar um 2,5 milljarða króna. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er um 38%. Jákvæðar virðisbreytingar á fjórðungnum megi rekja til þess að efnahagssamdráttur árið 2020 reyndist minni en útlit var fyrir og horfur séu á jákvæðum viðsnúningi á árinu 2021. Heildareignir Landsbankans jukust um 36,8 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.601 milljarði króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var í mars var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4.489 milljónir króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Bankinn er í 98% eigu ríkisins og starfsmenn eiga um 2% hlut. Íslandsbanki skilaði uppgjöri fyrir ársfjórðunginn í gær. Íslandsbanki hagnaðist á tímabilinu um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. Birna Einarsdóttir sagði við það tækifæri að stefnt sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði í júní. Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þegar bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. Eiginfjárhlutfall var 26,9 prósent í lok mars. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 14,8 milljörðum króna. Alls högnuðust bankarnir þrír því um 17,2 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sjö milljarða tap í fyrra. Heildarafkoma bankanna er því 24 milljörðum betri nú en í fyrra. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag. Þar kemur fram að hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins nemi 7,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,6 milljarða króna tap á sama tíma fyrir ári. Þjónustutekjur hafi aukist á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna meiri umsvifa en vaxtamunur minnkað. Þá hafi hagkvæmni í rekstri haldið áfram að aukast. Spár um efnahagsbata og ítarlegt mat á útlánasafninu valdi því að virðisbreytingar útlána séu jákvæðar um 2,5 milljarða króna. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er um 38%. Jákvæðar virðisbreytingar á fjórðungnum megi rekja til þess að efnahagssamdráttur árið 2020 reyndist minni en útlit var fyrir og horfur séu á jákvæðum viðsnúningi á árinu 2021. Heildareignir Landsbankans jukust um 36,8 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.601 milljarði króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var í mars var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4.489 milljónir króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Bankinn er í 98% eigu ríkisins og starfsmenn eiga um 2% hlut. Íslandsbanki skilaði uppgjöri fyrir ársfjórðunginn í gær. Íslandsbanki hagnaðist á tímabilinu um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. Birna Einarsdóttir sagði við það tækifæri að stefnt sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði í júní. Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þegar bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. Eiginfjárhlutfall var 26,9 prósent í lok mars. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 14,8 milljörðum króna. Alls högnuðust bankarnir þrír því um 17,2 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sjö milljarða tap í fyrra. Heildarafkoma bankanna er því 24 milljörðum betri nú en í fyrra.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10
Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur