Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 09:21 Saga er lögmaður Sölva. „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang. Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang.
Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41
Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45
Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12
Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55