Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira