Arnar í markmannsleit: Brotnaði á fjórum stöðum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. maí 2021 20:10 Arnar Grétarsson er í leit að markverði. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er í leit að markverði eftir slæmt handarbrot Kristijans Jajalo í vikunni. Strákur í þriðja flokki var í leikmannahópi KA í 0-0 jafntefli við HK í Pepsi Max-deild karla í dag. „Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“ Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Sjá meira
„Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50