Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 21:54 Vestræn stjórnvöld telja að Rússar beiti kórónuveirubóluefninu Spútnik V sem tóli til að styðja markmið sín í utanríkismálum, þar á meðal að reyna á samstöðu Evrópuríkja. AP/Matias Delacroix Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02
Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29
Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15