Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 19:21 Afléttingaráætlun stjórnvalda tekur mið af því hvernig gengur að bólusetja landsmenn. Sóttvarnalæknir mætti ásamt hátt í níu þúsund jafnöldum í bólusetningnu í dag Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira