Svona átti leikurinn að fara í febrúar Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2021 21:16 Eva Björk jafnaði metin fyrir Stjörnuna í blálokin. Vísir/Hulda Margrét Það var háspennu leikur í TM höllinni þegar endurtaka þurfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs. Leikurinn endaði 25-25 þar sem Eva Björk Davíðsdóttir jafnaði á síðustu sekúndum leiksins. „Síðustu sekúndur leiksins eru í móðu hjá mér, ég man varla eftir þessu. Liðið sýndi mikla þolinmæði og baráttu sem þurfti til að vinna upp þetta forskot sem KA/Þór var komið með,” sagði Eva Björk í skýjunum eftir að hafa jafnað leikinn fyrir Stjörnuna. KA/Þór voru framan af leik betri aðilinn og voru fimm mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks og það var lítið sem benti til að Stjarnan kæmist aftur inn í leikinn. „Það hefur einkennt okkur að við höldum alltaf áfram og gefumst aldrei upp, þetta hefur verið sveiflukennt hjá okkur í vetur en þetta er það sem við viljum standa fyrir og byggja ofan á.” Aðdragandi leiksins var að mörgu leyti mjög sérstakur. Þessi leikur var spilaður 13. febrúar en var endurtekinn í dag eftir að KA/Þór var skráð með marki meira en þær skoruðu. Mikil fjölmiðla umfjöllun fylgdi ferlinu og ofan á það hafa bæði liðin verið í pásu frá 12. mars. „Eftir allan þennan tíma var eðlilegt að það hafi verið hik í báðum liðum, það tekur alltaf smá tíma fyrir leikmenn að koma sér í gang eftir svona stopp.” „Við létum umræðuna í fjölmiðlum ekki hafa áhrif á okkur, það má segja að leikurinn fór eins og hann átti að enda í febrúar,” sagði Eva að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 25-25 | Jafnt í æsispennandi leik Stjarnan og KA/Þór gerðu jafntefli í æsispennandi leik í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 25-25. Liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir mistök á ritaraborði Stjörnunnar í fyrri leiknum, sem KA/Þór vann. 27. apríl 2021 20:30 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
„Síðustu sekúndur leiksins eru í móðu hjá mér, ég man varla eftir þessu. Liðið sýndi mikla þolinmæði og baráttu sem þurfti til að vinna upp þetta forskot sem KA/Þór var komið með,” sagði Eva Björk í skýjunum eftir að hafa jafnað leikinn fyrir Stjörnuna. KA/Þór voru framan af leik betri aðilinn og voru fimm mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks og það var lítið sem benti til að Stjarnan kæmist aftur inn í leikinn. „Það hefur einkennt okkur að við höldum alltaf áfram og gefumst aldrei upp, þetta hefur verið sveiflukennt hjá okkur í vetur en þetta er það sem við viljum standa fyrir og byggja ofan á.” Aðdragandi leiksins var að mörgu leyti mjög sérstakur. Þessi leikur var spilaður 13. febrúar en var endurtekinn í dag eftir að KA/Þór var skráð með marki meira en þær skoruðu. Mikil fjölmiðla umfjöllun fylgdi ferlinu og ofan á það hafa bæði liðin verið í pásu frá 12. mars. „Eftir allan þennan tíma var eðlilegt að það hafi verið hik í báðum liðum, það tekur alltaf smá tíma fyrir leikmenn að koma sér í gang eftir svona stopp.” „Við létum umræðuna í fjölmiðlum ekki hafa áhrif á okkur, það má segja að leikurinn fór eins og hann átti að enda í febrúar,” sagði Eva að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 25-25 | Jafnt í æsispennandi leik Stjarnan og KA/Þór gerðu jafntefli í æsispennandi leik í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 25-25. Liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir mistök á ritaraborði Stjörnunnar í fyrri leiknum, sem KA/Þór vann. 27. apríl 2021 20:30 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 25-25 | Jafnt í æsispennandi leik Stjarnan og KA/Þór gerðu jafntefli í æsispennandi leik í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 25-25. Liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir mistök á ritaraborði Stjörnunnar í fyrri leiknum, sem KA/Þór vann. 27. apríl 2021 20:30