Sebastian: Get ekki verið reiður því ég er svo sorgmæddur Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2021 17:57 Sebastian var niðurbrotinn eftir tap Framara gegn ÍBV í dag. Vísir / Hulda Margrét Sebastian Alexandersson þjálfari Fram var hálf niðurbrotinn eftir tap hans manna gegn ÍBV í Safamýri í dag en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. „Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“ ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“
ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira