Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila Helga Vala Helgadóttir skrifar 24. apríl 2021 12:01 Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Hjúkrunarheimili Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar