Keppt í íþróttum að nýju í kvöld – Svona hefur síðasta ár verið Sindri Sverrisson skrifar 21. apríl 2021 10:30 KR-konur byrja að keppa aftur í kvöld þegar þær mæta Val á Hlíðarenda. VÍSIR/BÁRA Fjórða keppnisbanninu í íþróttum á Íslandi, sem sett hefur verið á vegna kórónuveirufaraldursins, lauk síðastliðinn fimmtudag. Keppni er nú að hefjast í íþróttahúsum landsins. Heil umferð er í kvöld í Dominos-deild kvenna í körfubolta og þráðurinn í Dominos-deild karla verður tekinn upp annað kvöld. LOKSINS! LOKSINS!Körfuboltinn fer af stað í kvöld! Domino's deild kvenna Mið. 21. apr. 4 leikir LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 19:15 BRE-FJÖ SNÆ-HAU SKA-KEF Beint á @St2Sport2 20:15 Valur-KR #korfubolti #dominosdeildin— KKÍ (@kkikarfa) April 21, 2021 Í Olís-deild karla í handbolta eru tveir leikir annað kvöld en vegna landsleiks Íslands og Slóveníu í kvöld verður lengri bið þar til leikið verður að nýju í Olís-deild kvenna. Íslandsmótið í fótbolta hefst svo um mánaðamótin en leikið verður í Mjólkurbikar karla um helgina. Allar aðrar íþróttir hafa einnig verið leyfðar og mega hundrað áhorfendur mæta á íþróttaviðburði. Æfinga- og keppnisbanni í íþróttum lauk síðasta fimmtudag og hafði þá staðið frá 26. mars. Bannið var því ekki það lengsta sem íslenskt íþróttafólk hefur þurft að þola frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar í fyrra. Hér ber að nefna að þó að talað sé um „æfingabann“ þá hefur íþróttafólki aldrei verið algjörlega bannað að hreyfa sig. Takmarkanirnar hafa þó verið svo miklar að ekki er hægt að tala um venjulegar æfingar, þó að hægt hafi verið til að mynda að æfa í minni hópum og án þess að senda bolta á milli manna. Einar Rafn Eiðsson og félagar í FH snúa aftur á fjalirnar á morgun gegn Fram.vísir/vilhelm Fyrsta keppnisbannið vegna faraldursins var sett á um miðjan mars í fyrra. Æfingar voru þá einnig bannaðar, allt fram í byrjun maí, en keppni var leyfð á nýjan leik 25. maí. Körfuknattleikssambandið brást strax við og blés tímabilið í körfuboltanum af 18. mars. Handknattleikssambandið fór sömu leið hálfum mánuði síðar. Fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta fram í júní. Stutt stopp síðasta sumar en lengsta hlé sögunnar hófst í október Á allra fyrstu leikjum fótboltasumarsins máttu 200 áhorfendur vera í hverju „sóttvarnahólfi“. Þeim var svo fjölgað í 500 í hverju hólfi strax 15. júní. Keppni hélt áfram óhindrað í júní og júlí, og útlit var fyrir fjölgun áhorfenda áður en smitum fjölgaði hratt í lok júlí. Þá var gert hlé á æfingum og keppni til 14. ágúst. Eftir að keppni hófst að nýju voru áhorfendur fljótlega leyfðir, eða 100 í hverju hólfi frá 28. ágúst, og 200 frá 5. september. Valsmenn hefja titilvörn sína í Pepsi Max-deild karla eftir níu daga, eða 30. apríl, gegn ÍA.VÍSIR/VILHELM Mánuði síðar, eða snemma í október, tók hins vegar við lengsta íþróttabann í sögu lýðveldisins. Í fyrstu voru íþróttir innandyra á höfuðborgarsvæðinu bannaðar en frá og með 20. október gilti algjört íþróttabann á höfuðborgarsvæðinu og 31. október hóf bannið að gilda um allt land. KSÍ blés mót sín af vegna þessa, án þess að tekist hefði að klára alla leiki. Íþróttafólk um allt land hafði svo þurft að bíða í 40 daga eftir því að geta hafið æfingar að nýju þegar það var leyft 10. desember. Ekki mátti þó spila leiki strax. Þegar keppni hófst svo að nýju í Dominos-deild kvenna 13. janúar höfðu liðið 99 dagar án kappleikja á Íslandi, ef frá eru taldar undanþágur vegna landsleikja og leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Áhorfendur voru ekki leyfðir á leikjum fyrr en 24. febrúar, þá 200 í hverri stúku. Ört var því leikið í íþróttahúsum landsins og á gervigrasvöllum utandyra, frammi fyrir áhorfendum, í einn mánuð þar til síðasta bann tók gildi 25. mars. Samkomubann á Íslandi Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Heil umferð er í kvöld í Dominos-deild kvenna í körfubolta og þráðurinn í Dominos-deild karla verður tekinn upp annað kvöld. LOKSINS! LOKSINS!Körfuboltinn fer af stað í kvöld! Domino's deild kvenna Mið. 21. apr. 4 leikir LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 19:15 BRE-FJÖ SNÆ-HAU SKA-KEF Beint á @St2Sport2 20:15 Valur-KR #korfubolti #dominosdeildin— KKÍ (@kkikarfa) April 21, 2021 Í Olís-deild karla í handbolta eru tveir leikir annað kvöld en vegna landsleiks Íslands og Slóveníu í kvöld verður lengri bið þar til leikið verður að nýju í Olís-deild kvenna. Íslandsmótið í fótbolta hefst svo um mánaðamótin en leikið verður í Mjólkurbikar karla um helgina. Allar aðrar íþróttir hafa einnig verið leyfðar og mega hundrað áhorfendur mæta á íþróttaviðburði. Æfinga- og keppnisbanni í íþróttum lauk síðasta fimmtudag og hafði þá staðið frá 26. mars. Bannið var því ekki það lengsta sem íslenskt íþróttafólk hefur þurft að þola frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar í fyrra. Hér ber að nefna að þó að talað sé um „æfingabann“ þá hefur íþróttafólki aldrei verið algjörlega bannað að hreyfa sig. Takmarkanirnar hafa þó verið svo miklar að ekki er hægt að tala um venjulegar æfingar, þó að hægt hafi verið til að mynda að æfa í minni hópum og án þess að senda bolta á milli manna. Einar Rafn Eiðsson og félagar í FH snúa aftur á fjalirnar á morgun gegn Fram.vísir/vilhelm Fyrsta keppnisbannið vegna faraldursins var sett á um miðjan mars í fyrra. Æfingar voru þá einnig bannaðar, allt fram í byrjun maí, en keppni var leyfð á nýjan leik 25. maí. Körfuknattleikssambandið brást strax við og blés tímabilið í körfuboltanum af 18. mars. Handknattleikssambandið fór sömu leið hálfum mánuði síðar. Fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta fram í júní. Stutt stopp síðasta sumar en lengsta hlé sögunnar hófst í október Á allra fyrstu leikjum fótboltasumarsins máttu 200 áhorfendur vera í hverju „sóttvarnahólfi“. Þeim var svo fjölgað í 500 í hverju hólfi strax 15. júní. Keppni hélt áfram óhindrað í júní og júlí, og útlit var fyrir fjölgun áhorfenda áður en smitum fjölgaði hratt í lok júlí. Þá var gert hlé á æfingum og keppni til 14. ágúst. Eftir að keppni hófst að nýju voru áhorfendur fljótlega leyfðir, eða 100 í hverju hólfi frá 28. ágúst, og 200 frá 5. september. Valsmenn hefja titilvörn sína í Pepsi Max-deild karla eftir níu daga, eða 30. apríl, gegn ÍA.VÍSIR/VILHELM Mánuði síðar, eða snemma í október, tók hins vegar við lengsta íþróttabann í sögu lýðveldisins. Í fyrstu voru íþróttir innandyra á höfuðborgarsvæðinu bannaðar en frá og með 20. október gilti algjört íþróttabann á höfuðborgarsvæðinu og 31. október hóf bannið að gilda um allt land. KSÍ blés mót sín af vegna þessa, án þess að tekist hefði að klára alla leiki. Íþróttafólk um allt land hafði svo þurft að bíða í 40 daga eftir því að geta hafið æfingar að nýju þegar það var leyft 10. desember. Ekki mátti þó spila leiki strax. Þegar keppni hófst svo að nýju í Dominos-deild kvenna 13. janúar höfðu liðið 99 dagar án kappleikja á Íslandi, ef frá eru taldar undanþágur vegna landsleikja og leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Áhorfendur voru ekki leyfðir á leikjum fyrr en 24. febrúar, þá 200 í hverri stúku. Ört var því leikið í íþróttahúsum landsins og á gervigrasvöllum utandyra, frammi fyrir áhorfendum, í einn mánuð þar til síðasta bann tók gildi 25. mars.
Samkomubann á Íslandi Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira