Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 17:45 Halla Signý Kristjánsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07