Oddur Eysteinn er múltimilljóner eins og staðan er í dag Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2021 16:04 Oddur Eysteinn veltir því nú fyrir sér hvað hann getur gert fyrir 900 milljónir króna. Sem er eflaust eitt og annað. aðsend Oddur Eysteinn Friðriksson gjörningalistamaður fékk að sögn óvænt 900 milljónir inná reikning sinn og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. „Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt. Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
„Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt.
Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira