Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 15:45 Eigendur Manchester United og Tottenham Hotspur voru hlynntir stofnun ofurdeildar Evrópu. vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina. Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina.
Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira