Pétur Markan skráður í Viðreisn og aðstoðar við uppstillingu Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2021 20:01 Pétur G. Markan er nú skráður í Viðreisn. Stöð 2 Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, er nú skráður í Viðreisn og er hluti af teymi sem stillir upp á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Hann er þó sjálfur ekki í framboði og kveðst ekki hafa leitast eftir því. Þetta staðfestir Pétur í samtali við Vísi í kvöld, en hann greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa fylgt flokknum frá stofnum. Hann segist ekki skilja við Samfylkinguna í illu og að ákvörðunin um að ganga í Viðreisn hafi komið til eftir á. „Úrsögn mín úr Samfylkingunni hefur ekkert með það að gera. Ég er búinn að vera í Samfylkingunni frá stofnun og þegar ég skrifaði þennan status, þá var það fyrst og fremst einhver sem er að skilja við stjórnmálahreyfingu til 22 ára,“ segir Pétur. Pétur er nú hluti af teymi sem vinnur að uppstillingu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir skráningu sína í Viðreisn ekki vera frekara innlegg í kosningabaráttuna sem er fram undan næstu mánuði, en honum hafi þótt eðlilegt að gera upp tíma sinn í Samfylkingunni með færslunni í gær þar sem hann hafi verið hluti af flokknum lengi. Í færslunni sagðist Pétur áfram vera jafnaðarmaður í huga og hjarta en pólitískur ágreiningur hafi valdið því að hann ákvað að segja skilið við flokkinn. Hann hafi því velt því fyrir sér hvort það væri ekki ljós að finna annars staðar. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum.“ Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Þetta staðfestir Pétur í samtali við Vísi í kvöld, en hann greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa fylgt flokknum frá stofnum. Hann segist ekki skilja við Samfylkinguna í illu og að ákvörðunin um að ganga í Viðreisn hafi komið til eftir á. „Úrsögn mín úr Samfylkingunni hefur ekkert með það að gera. Ég er búinn að vera í Samfylkingunni frá stofnun og þegar ég skrifaði þennan status, þá var það fyrst og fremst einhver sem er að skilja við stjórnmálahreyfingu til 22 ára,“ segir Pétur. Pétur er nú hluti af teymi sem vinnur að uppstillingu lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann segir skráningu sína í Viðreisn ekki vera frekara innlegg í kosningabaráttuna sem er fram undan næstu mánuði, en honum hafi þótt eðlilegt að gera upp tíma sinn í Samfylkingunni með færslunni í gær þar sem hann hafi verið hluti af flokknum lengi. Í færslunni sagðist Pétur áfram vera jafnaðarmaður í huga og hjarta en pólitískur ágreiningur hafi valdið því að hann ákvað að segja skilið við flokkinn. Hann hafi því velt því fyrir sér hvort það væri ekki ljós að finna annars staðar. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum.“
Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira