Segir sig úr Samfylkingunni sem sé orðin „jaðarsamfélag vina“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 15:14 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. Vísir Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Hann segir flokkinn upphaflega hafa verið breiðfylkingu en nú pólitískt jaðarsamfélag vina. Hann eigi því ekki lengur erindi innan flokksins. Pétur sendi Samfylkingunni bréf í morgun og birti í framhaldinu á Facebook. Hann segir bréfið hafa verið lengi í fæðingu, ætlað að skrifa það margoft en ákveðið að bíða og sjá til. Mætti með mömmu og heillaðist „Ég hef verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi fundarins í Borgarleikhúsinu hvar Samfylking - breiðfylking jafnaðarmanna var stofnuð. Fór með mömmu og varð heillaður. Fann mér stað meðal ólíkra einstaklinga með sömu hugsjón - jöfnuð á breidd samfélagsins. Hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað.“ Nokkur ólga hefur verið í flokknum undanfarið meðal annars vegna fyrirkomulag um hvernig skipa skuli lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Þá hefur Samfylkingin hert tök sín á Facebook undir því yfirskyni að bæta andrúmsloftið og draga úr skaðlegum skrifum fyrir flokkinn. Ekki lengur breiðfylking „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum. Lesið sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“ Pétur segir vonbrigði sín því ekki tengjast pólitískum frama eða vera listablús. „Ég verð eftir sem áður jafnaðarmaður í huga og hjarta - þar sem breiðfylking ólíkra sjónarmiða skipar stefnu landsins. Annað verður ekki nema pólitískt heimapartý. Leyst upp þegar næsti stjórnarsáttmáli verður undirritaður.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06 Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Pétur sendi Samfylkingunni bréf í morgun og birti í framhaldinu á Facebook. Hann segir bréfið hafa verið lengi í fæðingu, ætlað að skrifa það margoft en ákveðið að bíða og sjá til. Mætti með mömmu og heillaðist „Ég hef verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi fundarins í Borgarleikhúsinu hvar Samfylking - breiðfylking jafnaðarmanna var stofnuð. Fór með mömmu og varð heillaður. Fann mér stað meðal ólíkra einstaklinga með sömu hugsjón - jöfnuð á breidd samfélagsins. Hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað.“ Nokkur ólga hefur verið í flokknum undanfarið meðal annars vegna fyrirkomulag um hvernig skipa skuli lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Þá hefur Samfylkingin hert tök sín á Facebook undir því yfirskyni að bæta andrúmsloftið og draga úr skaðlegum skrifum fyrir flokkinn. Ekki lengur breiðfylking „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum. Lesið sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“ Pétur segir vonbrigði sín því ekki tengjast pólitískum frama eða vera listablús. „Ég verð eftir sem áður jafnaðarmaður í huga og hjarta - þar sem breiðfylking ólíkra sjónarmiða skipar stefnu landsins. Annað verður ekki nema pólitískt heimapartý. Leyst upp þegar næsti stjórnarsáttmáli verður undirritaður.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06 Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06
Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35
Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent