Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 11:29 Íbúar í Mumbaí búa sig undir strangar sóttvarnaaðgerðir sem hefjast í kvöld. AP/Rafiq Maqbool Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira