Reiknar með að spila áfram í Moskvu þrátt fyrir meiðslin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 15:47 Hörður Björgvin verður frá næstu sjö til níu mánuði eftir að hafa slitið hásin. Hann býst við því að vera áfram í herbúðum CSKA en samningur hans rennur út vorið 2022. Sergei Savostyanov/Getty Images Hörður Björgvin, leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi og íslenska landsliðsins, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa slitið hásin. Hann telur þó að meiðslin hafi ekki áhrif á samningsstöðu sína en hann verður samningslaus á næsta ári. Að slíta hásin er mjög alvarlegt og getur tekið langan tíma að koma til baka eftir slík meiðsli. Hörður Björgvin verður frá næstu sjö til níu mánuðina og mun því að öllum líkindum ekki spila meira á þessu ári. Hörður fór í aðgerð í Finnlandi sem gekk nokkuð vel. Hann skilaði sér heim til Moskvu í fyrradag og ræddi við Stöð 2 og Vísi í gær. Þó hann hafi ekki heyrt í forráðamönnum liðsins síðan hann sneri til aftur til Moskvu þá reiknar hann ekki með því að meiðslin hafi áhrif á samningsstöðu sína. Þessi öflugi varnarmaður verður eins og staðan er í dag samningslaus næsta vor. „Ég býst ekki við því [að þetta hafi áhrif á samningsstöðuna]. Ég er búinn að spila næstum 100 prósent leikjanna síðustu þrjú tímabil og þannig séð talinn lykilmaður svo ég er ósköp rólegur yfir þessu.“ „Ég er samt auðvitað orðinn 28 ára og á eitt tímabil eftir af samning en þeir eru rosalega sáttir með mig. Forráðamenn liðsins voru klárir að ræða nýjan samning en síðan skeður þetta, held þó að þetta sé ekki að skemma neitt,“ sagði Hörður Björgvin í viðtali við Stöð 2 og Vísis. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hörður Björgvin í heild sinni Fótbolti Rússneski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Hvatningarorð til Harðar og stoðsending frá Arnóri CSKA Moskva byrjar vel undir stjórn Ivica Olic en þeir unnu annan leikinn í röð í dag er þeir höfðu betur gegn FC Rotor Volgograd. 12. apríl 2021 18:08 Hörður Björgvin með slitna hásin Íslenski landsliðsmðaurinn Hörður Björgvin Magnússon er með slitna hásin en þetta kom fram í tilkynningu frá CSKA í morgun. 5. apríl 2021 15:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Að slíta hásin er mjög alvarlegt og getur tekið langan tíma að koma til baka eftir slík meiðsli. Hörður Björgvin verður frá næstu sjö til níu mánuðina og mun því að öllum líkindum ekki spila meira á þessu ári. Hörður fór í aðgerð í Finnlandi sem gekk nokkuð vel. Hann skilaði sér heim til Moskvu í fyrradag og ræddi við Stöð 2 og Vísi í gær. Þó hann hafi ekki heyrt í forráðamönnum liðsins síðan hann sneri til aftur til Moskvu þá reiknar hann ekki með því að meiðslin hafi áhrif á samningsstöðu sína. Þessi öflugi varnarmaður verður eins og staðan er í dag samningslaus næsta vor. „Ég býst ekki við því [að þetta hafi áhrif á samningsstöðuna]. Ég er búinn að spila næstum 100 prósent leikjanna síðustu þrjú tímabil og þannig séð talinn lykilmaður svo ég er ósköp rólegur yfir þessu.“ „Ég er samt auðvitað orðinn 28 ára og á eitt tímabil eftir af samning en þeir eru rosalega sáttir með mig. Forráðamenn liðsins voru klárir að ræða nýjan samning en síðan skeður þetta, held þó að þetta sé ekki að skemma neitt,“ sagði Hörður Björgvin í viðtali við Stöð 2 og Vísis. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hörður Björgvin í heild sinni
Fótbolti Rússneski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Hvatningarorð til Harðar og stoðsending frá Arnóri CSKA Moskva byrjar vel undir stjórn Ivica Olic en þeir unnu annan leikinn í röð í dag er þeir höfðu betur gegn FC Rotor Volgograd. 12. apríl 2021 18:08 Hörður Björgvin með slitna hásin Íslenski landsliðsmðaurinn Hörður Björgvin Magnússon er með slitna hásin en þetta kom fram í tilkynningu frá CSKA í morgun. 5. apríl 2021 15:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Hvatningarorð til Harðar og stoðsending frá Arnóri CSKA Moskva byrjar vel undir stjórn Ivica Olic en þeir unnu annan leikinn í röð í dag er þeir höfðu betur gegn FC Rotor Volgograd. 12. apríl 2021 18:08
Hörður Björgvin með slitna hásin Íslenski landsliðsmðaurinn Hörður Björgvin Magnússon er með slitna hásin en þetta kom fram í tilkynningu frá CSKA í morgun. 5. apríl 2021 15:00