Óvænt toppbarátta á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:31 Karim Benzema er ein aðalástæða þess að Real er yfirhöfuð í titilbaráttu í ár. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Á meðan Manchester City er þegar farið að skipuleggja athöfnina er liðið tekur á móti Englandsmeistaratitlinum og Inter Milan er að stöðva einokun Juventus á Ítalíu þá virðist sem hörku titilbarátta sé fram undan á Spáni. Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Það var alltaf vitað að knattspyrnutímabil víðs vegar um Evrópu yrðu í skrítnari kantinum í ár vegna Covid-19. Sum lið fengu nær ekkert sumarfrí og voru því lengi af stað í upphafi tímabils, leikmenn hafa orðið veikir og misst af leikjum, lið hafa farið í sóttkví og þar fram eftir götunum. Atlético Madrid byrjaði hins vegar tímabilið af krafti á Spáni. Breytt leikkerfi Diego Simeone, meiri leikgleði og Luis Suárez í fantaformi virtust vera nóg til að Atlético myndi sigla titlinum í höfn á meðan bæði Barcelona og Real Madrid voru rjúkandi rústir einar. Fljótt skipast hins vegar veður í lofti. Atlético hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Fjórir hafa endað með jafntefli og tveir hafa tapast. Á þeim tíma hafa Real og Barcelona verið nær óstöðvandi. Atlético missti svo toppsæti sitt á laugardaginn er Real gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona. Fyrsti tapleikur Börsunga síðan liðið tapaði óvænt gegn Cádiz þann 5. desember. Síðan þá hafði liðið unnið 16 leiki og gert þrjú jafntefli. Real hefur einnig verið á góðu skriði og virðist sem Zinedine Zidane sé annað árið í röð að gera atlögu að titlinum þegar hann virðist úr augsýn. Á síðustu leiktíð kom Real til baka eftir Covid-pásuna og nánast stal titlinum. Í ár virðist það sama upp á teningnum. Lærisveinar Diego Simeone náðu toppsætinu á nýjan leik í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Leikur sem þeir hefðu þurft að vinna en forysta þeirra á toppi deildarinnar er aðeins eitt stig sem stendur. Þegar átta umferðir eru eftir af La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, er ljóst að langmesta spennan er þar ef við tökum aðeins stærstu deildir Evrópu inn í mengið. Það sem meira er, Barcelona tekur á móti Atlético þann 9. maí í leik sem gæti farið langleiðina með að ákveða hvar titillinn endar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira