Mourinho: Ég skil ekkert sem tengist VAR Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2021 21:30 Báðir stjórar voru ósáttir við störf dómaranna í dag. vísir/Getty Jose Mourinho, stjóri Tottenham, telur sitt lið hafa verið óheppið með myndbandadómgæsluna í tapinu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Raunar voru gestirnir úr Manchester einnig afar ósáttir með störf dómaranna í leiknum og þótti illa að sér vegið í fyrri hálfleiknum þar sem meðal annars var dæmt mark af Edinson Cavani fyrir litlar sakir í aðdraganda marksins. Mourinho talaði hins vegar um það eftir leik að hans lið hefði verið hlunnfarið af dómaranum, eða VAR myndbandadómgæslunni. „Við mættum góðu liði sem hefur marga sterka leikmenn á miðjunni. Við fengum frábær tækifæri til að skora annað mark. Við áttum tilraun í stöngina og vorum betri á þeim kafla,“ sagði Mourinho og hélt áfram. „Mér fannst þetta góður leikur og mér fannst við ekki verðskulda þessi úrslit. Við vorum líka óheppnir því kannski átti Pogba að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot á Serge Aurier.“ „Ég veit ekkert um VAR. Ég horfi á Fulham á móti Wolves og ég skil ekkert í neinu af þessu lengur. Stundum færðu eitthvað og stundum ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur að fagna mörkum því maður er alltaf smeykur við VAR,“ segir Mourinho. Mourinho var einnig hundóánægður með ummæli kollega síns, Ole Gunnar Solskjær, um Son Heung Min í leikslok eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Ole Gunnar fordæmdi Son fyrir viðbrögð sín þegar fyrsta mark Man Utd var dæmt af og sagðist ekki myndu gefa syni sínum að borða ef hann myndi haga sér með sama hætti og Son. "Son is very lucky his father is a better person than Ole."Jose Mourinho is fuming with Ole Gunnar Solskjaer's comments at full-time about Son pic.twitter.com/nfK9Gx0ePp— Football Daily (@footballdaily) April 11, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Raunar voru gestirnir úr Manchester einnig afar ósáttir með störf dómaranna í leiknum og þótti illa að sér vegið í fyrri hálfleiknum þar sem meðal annars var dæmt mark af Edinson Cavani fyrir litlar sakir í aðdraganda marksins. Mourinho talaði hins vegar um það eftir leik að hans lið hefði verið hlunnfarið af dómaranum, eða VAR myndbandadómgæslunni. „Við mættum góðu liði sem hefur marga sterka leikmenn á miðjunni. Við fengum frábær tækifæri til að skora annað mark. Við áttum tilraun í stöngina og vorum betri á þeim kafla,“ sagði Mourinho og hélt áfram. „Mér fannst þetta góður leikur og mér fannst við ekki verðskulda þessi úrslit. Við vorum líka óheppnir því kannski átti Pogba að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot á Serge Aurier.“ „Ég veit ekkert um VAR. Ég horfi á Fulham á móti Wolves og ég skil ekkert í neinu af þessu lengur. Stundum færðu eitthvað og stundum ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur að fagna mörkum því maður er alltaf smeykur við VAR,“ segir Mourinho. Mourinho var einnig hundóánægður með ummæli kollega síns, Ole Gunnar Solskjær, um Son Heung Min í leikslok eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Ole Gunnar fordæmdi Son fyrir viðbrögð sín þegar fyrsta mark Man Utd var dæmt af og sagðist ekki myndu gefa syni sínum að borða ef hann myndi haga sér með sama hætti og Son. "Son is very lucky his father is a better person than Ole."Jose Mourinho is fuming with Ole Gunnar Solskjaer's comments at full-time about Son pic.twitter.com/nfK9Gx0ePp— Football Daily (@footballdaily) April 11, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25