Arðsöm verðmætasköpun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 08:00 Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar