Hjartnæm ástæða en dómaranum gæti verið refsað Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 08:31 Octavian Sovre náði að fá eiginhandaráritun frá Erling Braut Haaland í fyrrakvöld, á gult og rautt spjald sem hann var með í brjóstvasanum. Getty/Alex Nicodim og Clive Brunskill Það vakti mikla athygli í vikunni þegar það sást til rúmenska dómarans Octavian Sovre fá eiginhandaráritun hjá norsku fótboltastjörnunni Erling Braut Haaland. Sovre gerði þetta í þágu góðs málefnis en athæfið gæti dregið dilk á eftir sér. Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira