Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 23:57 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli. Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira
Ingenuity er lítil þyrilvængja sem var fest á kviðinn á Perseverance sem lenti á rauðu reikistjörnunni 18. febrúar. Hún var losuð frá móðurfarinu á litlum „flugvellI“ í Jezero-gígnum á laugardag. Þrýstiloftstilraunastofa NASA (JPL) segir að vængjan hafi lifað af fyrstu nóttina sína í um 90°C frosti á yfirborði Mars. Frostið hefði getað eyðilagt viðkvæman rafeindabúnað en svo virðist sem að einangrun vængjunnar hafi staðið sig í stykkinu. Sólarsellur Ingenuity safna nú daufum sólargeislum til að knýja fyrstu flugferðina. Í dag stóð til að losa um spaða vængjunnar sem hafa verið í fjörtum frá því að hún lagði af stað frá jörðinni. Gangi það að óskum taka við tilraunir með spaðana og mótorinn sem knýr þá næstu daga. Fyrsta flugferðin verður í fyrsta lagi sunnudaginn 11. apríl. Þá á farið að klífa upp í um þriggja metra hæð og svífa þar í hálfa mínútu áður en það lendir aftur. Ætlunin er að fara í nokkrar tilraunaflugferðir á næstu vikum sem háskerpumyndavél um borð í Perseverance á að festa á „filmu“. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en farinu er aðeins ætlað að prófa flug í þunnu loftinu á Mars. Mun erfiðara er að fljúga á Mars en á jörðinni. Þó að þyngdarkraftur Mars sé aðeins þriðjungur af þyngdarkrafti jarðarinnar er lofthjúpurinn næfurþunnur, aðeins 1% af þykkt lofthjúps jarðar. Þyrfti að taka á loft á hljóðhraða Randall Munroe, höfundur vefmyndasögunnar XKCD, fjallaði um flugferðir á öðrum hnöttum í sólkerfinu í bók sinni „Hvað ef?“. Kjarnorkuknúin Cessna-flugvél sem hann notaði sem forsendu í útreikningum sínum vegnaði ekki vel á Mars. Lofthjúpurinn er svo þunnur að til þess að fá lyftikraft þyrfti hún að ferðast á hljóðhraða bara til að komast á loft. Þegar hún væri komin á ferðina væri nær ógjörningur að stýra henni vegna hverfitregðu. Flugvélin snerist bókstaflega en héldi áfram að fljúga í sömu átt. Jafnvel þó að Cessna-vélinni væri látin falla úr eins kílómetra hæð yfir yfirborði Mars næði hún ekki nægum hraða til að rétta sig af og svífa. Brotlendingin yrði harkaleg. Til þess að ná svifi þyrfti að sleppa vélinni í fjögurra til fimm kílómetra hæð. Þá svifi hún á hálfum hljóðhraða. Því miður fyrir flugmanninn væri ekki hægt að lifa lendinguna af.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30