Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 12:43 Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands til fjölda ára. Kosningabaráttan snerist að stórum hluta um fyrirhugaða námuvinnslu í grennd við bæinn Narsaq. Getty Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent