Klopp kvartar yfir vellinum í Madríd: „Anfield er allavega alvöru leikvangur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2021 15:31 Jürgen Klopp var ekki skemmt eftir tapið fyrir Real Madrid. getty/Isabel Infantes Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði yfir vellinum sem leikurinn gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær fór fram á. Madrídingar unnu leikinn, 3-1, og eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Anfield eftir viku. Framkvæmdir standa yfir á Santiago Bernabéu, heimavöll Real Madrid, og því hafa Spánarmeistararnir leikið heimaleiki sína á æfingavellinum, Estadio Alfredo Di Stefano. Hann tekur aðeins sex þúsund manns í sæti en Santiago Bernabéu 81 þúsund manns. Klopp sagði að það hefði verið skrítið að spila á Estadio Alfredo Di Stefano og segir að Anfield muni skipta sköpum í seinni leiknum. „Þetta hlýtur að verða erfitt fyrir Real Madrid á Anfield. Þetta var skrítið í kvöld með völlinn en Anfield er allavega alvöru leikvangur og það verður gott fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool átti eftirminnilega endurkomu gegn Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2019. Gegn Real Madrid á miðvikudaginn verða hins vegar engir áhorfendur á Anfield, öfugt við leikinn fyrir tveimur árum. „Ef þú vilt endurupplifa tilfinningaríkar minningar horfðu þá aftur á Barcelona leikinn og áttatíu prósent af því var stemmningin á vellinum. Það er ekki eins og ég sitji hér og segi að við komum alltaf til baka. Við vorum með stuðningsmenn þá og ég veit ekki hvort við getum gert þetta,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu. 7. apríl 2021 11:00 „Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“ Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané. 7. apríl 2021 08:02 Vorum einfaldlega ekki nægilega beittir í kvöld Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 6. apríl 2021 21:46 Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liverpool Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. 6. apríl 2021 21:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Framkvæmdir standa yfir á Santiago Bernabéu, heimavöll Real Madrid, og því hafa Spánarmeistararnir leikið heimaleiki sína á æfingavellinum, Estadio Alfredo Di Stefano. Hann tekur aðeins sex þúsund manns í sæti en Santiago Bernabéu 81 þúsund manns. Klopp sagði að það hefði verið skrítið að spila á Estadio Alfredo Di Stefano og segir að Anfield muni skipta sköpum í seinni leiknum. „Þetta hlýtur að verða erfitt fyrir Real Madrid á Anfield. Þetta var skrítið í kvöld með völlinn en Anfield er allavega alvöru leikvangur og það verður gott fyrir okkur,“ sagði Klopp. Liverpool átti eftirminnilega endurkomu gegn Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2019. Gegn Real Madrid á miðvikudaginn verða hins vegar engir áhorfendur á Anfield, öfugt við leikinn fyrir tveimur árum. „Ef þú vilt endurupplifa tilfinningaríkar minningar horfðu þá aftur á Barcelona leikinn og áttatíu prósent af því var stemmningin á vellinum. Það er ekki eins og ég sitji hér og segi að við komum alltaf til baka. Við vorum með stuðningsmenn þá og ég veit ekki hvort við getum gert þetta,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu. 7. apríl 2021 11:00 „Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“ Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané. 7. apríl 2021 08:02 Vorum einfaldlega ekki nægilega beittir í kvöld Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 6. apríl 2021 21:46 Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liverpool Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. 6. apríl 2021 21:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu. 7. apríl 2021 11:00
„Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“ Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané. 7. apríl 2021 08:02
Vorum einfaldlega ekki nægilega beittir í kvöld Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 6. apríl 2021 21:46
Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liverpool Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku. 6. apríl 2021 21:00