Origo kaupir allt hlutafé í Syndis Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 13:11 Tuttugu öryggissérfræðingar munu starfa hjá Syndis. Syndis Origo hefur keypt 100 prósent hlut í netöryggisfyrirtækinu Syndis en með kaupunum munu öryggislausnir Origo og Syndis sameinast undir merki þess síðarnefnda. Í sameinuðu fyrirtæki munu starfa tuttugu öryggissérfræðingar og flytjast níu starfsmenn frá Origo til Syndis. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn fyrirtækjanna er markmiðið með kaupunum að búa til sterka einingu sem býður heildstæða stafræna öryggisþjónustu og ráðgjöf og þróar varnir gegn netárásum og gagna- og auðkennisþjófnaði. Sameinuð þekking og reynsla úr báðum áttum er sögð gera Syndis enn betur í stakk búið að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að auka öryggisvitund ásamt því að vera enn betur undirbúin í að verjast netárásum sem séu í sífelldri þróun. Munu leggja gríðarlega áherslu á rannsóknir og þróunarstarf „Stafræn umbreyting er orðin ráðandi í starfsemi fyrirtækja og hún kallar á nýja nálgun í vörnum kerfa og gagna. Þá er aukin þörf á eftirliti með rekstrarumhverfi og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við sjáum mikil sóknarfæri framundan eftir því sem stafrænni umbreytingu fyrirtækja vex ásmegin og teljum að sú sérhæfing sem Origo teymið býr yfir muni efla getu og þekkingu Syndis á öryggislausnum og vöktun,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis, í tilkynningu. Anton Már Egilsson, forstöðumaður skýja- og öryggislausna Origo, segir að markmiðið sé að sameina tvær sterkar einingar sem bæti hvor aðra upp og hafi verið á fleygiferð í netöryggismálum. Theódór R. Gíslason, tæknistjóri Syndis, segir að Syndis verði áfram íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hafi það markmið að efla öryggi sinna viðskiptavina sem og samfélagsins í heild sinni. „Gríðarleg áhersla mun vera á að auka rannsóknar og þróunarstarf hér á landi sem mun mæta sívaxandi þörf fyrir öflugar lausnir og stafrænt öryggi til framtíðar,“ segir Theódór í tilkynningu. Tækni Netöryggi Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn fyrirtækjanna er markmiðið með kaupunum að búa til sterka einingu sem býður heildstæða stafræna öryggisþjónustu og ráðgjöf og þróar varnir gegn netárásum og gagna- og auðkennisþjófnaði. Sameinuð þekking og reynsla úr báðum áttum er sögð gera Syndis enn betur í stakk búið að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að auka öryggisvitund ásamt því að vera enn betur undirbúin í að verjast netárásum sem séu í sífelldri þróun. Munu leggja gríðarlega áherslu á rannsóknir og þróunarstarf „Stafræn umbreyting er orðin ráðandi í starfsemi fyrirtækja og hún kallar á nýja nálgun í vörnum kerfa og gagna. Þá er aukin þörf á eftirliti með rekstrarumhverfi og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við sjáum mikil sóknarfæri framundan eftir því sem stafrænni umbreytingu fyrirtækja vex ásmegin og teljum að sú sérhæfing sem Origo teymið býr yfir muni efla getu og þekkingu Syndis á öryggislausnum og vöktun,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis, í tilkynningu. Anton Már Egilsson, forstöðumaður skýja- og öryggislausna Origo, segir að markmiðið sé að sameina tvær sterkar einingar sem bæti hvor aðra upp og hafi verið á fleygiferð í netöryggismálum. Theódór R. Gíslason, tæknistjóri Syndis, segir að Syndis verði áfram íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hafi það markmið að efla öryggi sinna viðskiptavina sem og samfélagsins í heild sinni. „Gríðarleg áhersla mun vera á að auka rannsóknar og þróunarstarf hér á landi sem mun mæta sívaxandi þörf fyrir öflugar lausnir og stafrænt öryggi til framtíðar,“ segir Theódór í tilkynningu.
Tækni Netöryggi Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent