Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2021 11:34 Benjamín Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996. EPA/BIR SULTAN Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Rivlin segir svo gera jafnvel þó að hann telji engan vera með „raunhæfan möguleika að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings [meirihluta] ísraelska þingsins.“ Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 23. mars, þær fjórðu á síðustu tveimur árum. Engin skýr niðurstaða fékkst í kosningunum frekar en þeim fyrri, en alls náðu nú þrettán flokkar mönnum á þing. Rivlin segir að Netanjahú hafi nú fjórar vikur til að setja saman samsteypustjórn. Netanjahú og Likud-flokkur hans fengu þrjátíu þingsæti af þeim 120 sem í boði eru. Helsti andstæðingur Netanjahú, Yair Lapid og miðjuflokkurinn Yesh Atid, fengu sautján þingsæti. Netanjahú hefur í nógu að snúast þessa dagana, en auk þess að reyna að setja saman nýja stjórn kom forsætisráðherrann fyrir dómara í Jerúsalem í gær, en hann sætir nú ákæru fyrir mútubrot, fjársvik og embættisbrot. Hann neitar sök í málinu. Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996. Ísrael Tengdar fréttir Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. 5. apríl 2021 09:55 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Rivlin segir svo gera jafnvel þó að hann telji engan vera með „raunhæfan möguleika að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings [meirihluta] ísraelska þingsins.“ Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 23. mars, þær fjórðu á síðustu tveimur árum. Engin skýr niðurstaða fékkst í kosningunum frekar en þeim fyrri, en alls náðu nú þrettán flokkar mönnum á þing. Rivlin segir að Netanjahú hafi nú fjórar vikur til að setja saman samsteypustjórn. Netanjahú og Likud-flokkur hans fengu þrjátíu þingsæti af þeim 120 sem í boði eru. Helsti andstæðingur Netanjahú, Yair Lapid og miðjuflokkurinn Yesh Atid, fengu sautján þingsæti. Netanjahú hefur í nógu að snúast þessa dagana, en auk þess að reyna að setja saman nýja stjórn kom forsætisráðherrann fyrir dómara í Jerúsalem í gær, en hann sætir nú ákæru fyrir mútubrot, fjársvik og embættisbrot. Hann neitar sök í málinu. Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996.
Ísrael Tengdar fréttir Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. 5. apríl 2021 09:55 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. 5. apríl 2021 09:55