Segir Arteta að henda Aubameyang á bekkinn og spila Martinelli Anton Ingi Leifsson skrifar 5. apríl 2021 22:01 Aubameyang liggur í grasinu og Arteta fylgist með. Nú er spurning hvort að Aubameyang verði í byrjunarliðinu í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið. Stuart MacFarlane/Getty Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að Mikel Arteta ætti að skella Pierre-Emerick Aubameyang á bekkinn og spila hinum nítján ára gamli Gabriel Martinelli. Arsenal tapaði 3-0 fyrir ensku meisturunum í Liverpool á laugardagskvöldið en Arsenal átti aldrei möguleika í leiknum. Af mörgum slökum leikmönnum Arsenal var Aubameyang ofarlega á listanum. „Þetta var 50. leikur Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal og það er erfitt að muna eftir verri frammistöðu. Nú verður leikurinn á fimmtudaginn gegn Slavia Prag enn stærri,“ skrifaði Keown í pistli sínum á Daily Mail. „Arteta verður að taka stóra ákvörðun varðandi fyrirliðann. Hann setti fordæmi með að setja hann á bekkinn í norður Lundúnarslagnum nýlega. Aubameyang átti að byrja gegn Spurs en mætti of seint og var settur á bekkinn.“ Keown veltir fyrir sér hvort að Arteta missi álit leikmannahópsins ef að hann velur Aubameyang áfram í byrjunarliðið þrátt fyrir slaka frammistöðu. „Ætti Arteta að halda áfram að velja hann eftir slaka frammistöðu gegn Liverpool? Ef hann heldur áfram að velja hann, þá gæti hann misst virðingu hópsins. Það er tími til þess að setja hinn 19 ára gamli Gabriel Martinelli inn.“ „Hann er of góður til þess að sitja á bekknum. Liðsfélagar hans sjá hann á æfingum og vita hvað hann getur svo þeir verða hissa ef hann spilar ekki. Ég verð það líka,“ skrifaði Keown. Allan pistil Keown má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Mikel Arteta must DROP Pierre-Emerick Aubameyang and play Gabriel Martinelli | @MartinKeown5 https://t.co/Jgl0mZ1ZNn— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2021 Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Arsenal tapaði 3-0 fyrir ensku meisturunum í Liverpool á laugardagskvöldið en Arsenal átti aldrei möguleika í leiknum. Af mörgum slökum leikmönnum Arsenal var Aubameyang ofarlega á listanum. „Þetta var 50. leikur Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal og það er erfitt að muna eftir verri frammistöðu. Nú verður leikurinn á fimmtudaginn gegn Slavia Prag enn stærri,“ skrifaði Keown í pistli sínum á Daily Mail. „Arteta verður að taka stóra ákvörðun varðandi fyrirliðann. Hann setti fordæmi með að setja hann á bekkinn í norður Lundúnarslagnum nýlega. Aubameyang átti að byrja gegn Spurs en mætti of seint og var settur á bekkinn.“ Keown veltir fyrir sér hvort að Arteta missi álit leikmannahópsins ef að hann velur Aubameyang áfram í byrjunarliðið þrátt fyrir slaka frammistöðu. „Ætti Arteta að halda áfram að velja hann eftir slaka frammistöðu gegn Liverpool? Ef hann heldur áfram að velja hann, þá gæti hann misst virðingu hópsins. Það er tími til þess að setja hinn 19 ára gamli Gabriel Martinelli inn.“ „Hann er of góður til þess að sitja á bekknum. Liðsfélagar hans sjá hann á æfingum og vita hvað hann getur svo þeir verða hissa ef hann spilar ekki. Ég verð það líka,“ skrifaði Keown. Allan pistil Keown má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Mikel Arteta must DROP Pierre-Emerick Aubameyang and play Gabriel Martinelli | @MartinKeown5 https://t.co/Jgl0mZ1ZNn— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2021
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira