Óvænt gifting á Hvolsvelli tilkynnt í páskaeggi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2021 20:04 Brúðhjónin, Svandís og Guðmundur Jón, sem settu upp giftingahringana í dag eftir að tilkynning um giftinguna kom fram í tuttugu og fimm páskaeggjum fjölskyldunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið húllum hæ í húsi á Hvolsvelli í morgun þegar páskaeggin voru opnuð. Ástæðan er sú að þar var miði inn í, sem tilkynnti um óvænta uppákomu, sem fór fram í skjóli nætur. „Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira