Framherjar frá Arsenal, Chelsea og PSV en aðeins eitt skot á mark í tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 22:45 Callum Hudson-Odoi - líkt og samherjar sínir - komst hvorki lönd né strönd gegn Sviss. EPA-EFE/PETER KLAUNZER Íslenska U-21 árs landsliðinu hefur ekki gengið sem best í riðlakeppni EM sem nú fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Enska landsliðinu hefur hins vegar gengið vægast sagt skelfilega. Tvö töp og ekkert mark skorað til þessa. Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira