Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:21 Kjartan Bergur Jónsson (til vinstri) var sýknaður af ákærunni. Dómur var þyngdur yfir Kjartani Jónssyni (fyrir miðju) og þriggja og hálfs árs dómur yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni staðfestur. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. Kjartan Jónsson og Kristján Georg voru ákærðir fyrir innherjasvik sem fóru þannig fram að Kristján Georg keypti og nýtti, í gegnum félag sitt Fastrek, afleiður og sölurétt samkvæmt valréttarsamningum sem byggðust á verðþróun hlutabréfa í Icelandair. Það gerði hann þrátt fyrir að búa yfir innherjaupplýsingum sem Kjartan, þá forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, lét honum í té. Kjartan Berg var ákærður fyrir hlutdeild í innherjasvikum fyrir að hafa keypt sams konar sölurétt samkvæmt valréttarsamningi á grundvelli ráðgjafar eða hvatningar af hálfu Kristjáns Georgs. Fruminnherji hjá Icelandair Í dómi Landsréttar var rakið að Kjartan Jónsson hefði, í starfi sínu verið skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna Icelandair og skráður fruminnherji í móðurfélaginu Icelandair Group hf. Þannig hefði hann að jafnaði haft aðgang að upplýsingum sem gátu haft marktæk áhrif á markaðsvirði félagsins. Samskipti hans og Kristjáns Georgs hafi borið með sér að Kristján Georg hefði átt viðskipti með umræddar afleiður og sölurétti, á grundvelli innherjaupplýsinga frá Kjartani Jónssyni. Þannig hefði Kjartan Jónsson tekið þátt í skiptingu áhættu og hagnaðar. Voru þeir því sakfelldir fyrir framangreind brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot þeirra voru sérstaklega alvarleg og ásetningur þeirra einbeittur. Refsing Kjartans Jónssonar var ákveðin fangelsi í tvö ár en Kristján Georg rauf með brotum sínum skilorð og var refsing hans því ákveðin þrjú ár og sex mánuðir. Með milljónir í reiðufé heima hjá sér Fallist var á upptöku á þremur milljónum króna í reiðufé sem fundust á heimili Kjartans og 38 milljónum úr félagi Kristjáns Georgs Fastreki. Milljónirnar 38 teljast hluti af fasteignum félagsins. Landsréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á að Kjartan Berg hefði vitað eða mátt vita að Kristján Georg hefði búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann ráðlagði eða hvatti hann til viðskipta með bréf félagsins. Var Kjartan Berg því sýknaður af hlutdeild í innherjasvikabroti Kristjáns Georgs. Hann fékk þó ekki að halda þeim rúmlega tuttugu milljónum króna ávinningi af viðskiptunum. Þau töldust vera 4,3 milljónir króna sem fundust í reiðufé á heimili Kjartans Bergs og hluti af andvirði í fasteign hans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Innherjasvik hjá Icelandair Dómsmál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Kjartan Jónsson og Kristján Georg voru ákærðir fyrir innherjasvik sem fóru þannig fram að Kristján Georg keypti og nýtti, í gegnum félag sitt Fastrek, afleiður og sölurétt samkvæmt valréttarsamningum sem byggðust á verðþróun hlutabréfa í Icelandair. Það gerði hann þrátt fyrir að búa yfir innherjaupplýsingum sem Kjartan, þá forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, lét honum í té. Kjartan Berg var ákærður fyrir hlutdeild í innherjasvikum fyrir að hafa keypt sams konar sölurétt samkvæmt valréttarsamningi á grundvelli ráðgjafar eða hvatningar af hálfu Kristjáns Georgs. Fruminnherji hjá Icelandair Í dómi Landsréttar var rakið að Kjartan Jónsson hefði, í starfi sínu verið skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna Icelandair og skráður fruminnherji í móðurfélaginu Icelandair Group hf. Þannig hefði hann að jafnaði haft aðgang að upplýsingum sem gátu haft marktæk áhrif á markaðsvirði félagsins. Samskipti hans og Kristjáns Georgs hafi borið með sér að Kristján Georg hefði átt viðskipti með umræddar afleiður og sölurétti, á grundvelli innherjaupplýsinga frá Kjartani Jónssyni. Þannig hefði Kjartan Jónsson tekið þátt í skiptingu áhættu og hagnaðar. Voru þeir því sakfelldir fyrir framangreind brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot þeirra voru sérstaklega alvarleg og ásetningur þeirra einbeittur. Refsing Kjartans Jónssonar var ákveðin fangelsi í tvö ár en Kristján Georg rauf með brotum sínum skilorð og var refsing hans því ákveðin þrjú ár og sex mánuðir. Með milljónir í reiðufé heima hjá sér Fallist var á upptöku á þremur milljónum króna í reiðufé sem fundust á heimili Kjartans og 38 milljónum úr félagi Kristjáns Georgs Fastreki. Milljónirnar 38 teljast hluti af fasteignum félagsins. Landsréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á að Kjartan Berg hefði vitað eða mátt vita að Kristján Georg hefði búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann ráðlagði eða hvatti hann til viðskipta með bréf félagsins. Var Kjartan Berg því sýknaður af hlutdeild í innherjasvikabroti Kristjáns Georgs. Hann fékk þó ekki að halda þeim rúmlega tuttugu milljónum króna ávinningi af viðskiptunum. Þau töldust vera 4,3 milljónir króna sem fundust í reiðufé á heimili Kjartans Bergs og hluti af andvirði í fasteign hans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Innherjasvik hjá Icelandair Dómsmál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira