Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 10:24 Ströngum reglum er ætlað að mynda skjaldborg utan um starfsfólk og þar með þjónustuna við íbúa. Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Íbúar eru fullbólusettir en með því að takmarka komur inn á hjúkrunarheimilin er verið að verja starfsfólkið til að tryggja þjónustuna við íbúa. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þegar ljóst var að SARS-CoV-2 var aftur farin að dreifa úr sér í samfélaginu tilkynntu mörg hjúkrunar- og dvalarheimili að gripið yrði til aðgerða á borð við að banna heimsóknir yngri en 18 ára, takmarka fjölda gesta á dag og takmarka komur annarra utanaðkomandi í hús. María Fjóla segist gera ráð fyrir að starfsfólk verði orðið fullbólusett í lok maí. Þannig hefur sums staðar matsölum verið lokað og félagsstarfi. „Þarna erum við að hafa áhyggjur af því að starfsfólkið okkar er hálfbólusett,“ útskýrir María. „Ef það kemur smitaður einstaklingur inn þá missum við þann hóp sem hann komst í snertingu við í sóttkví. Og að missa út hóp starfsfólks getur leitt til þess að við getum ekki veitt þjónustu.“ Hún gerir ráð fyrir að starfsfólk heimilanna verði orðið fullbólusett í lok maí. María segir íbúa almennt örugga og þeir séu frjálsir ferða sinna. Hins vegar sé sá möguleiki fyrir hendi að þeir geti borið smit aftur inn, þrátt fyrir að vera bólusettir, og því séu allir beðnir um að virða sóttvarnareglur og sinna persónulegum smitvörnum. Hún segir vissulega gæta ákveðinnar sóttþreytu en segist vonast til þess að með samstilltu átaki takist að vinna fljótt á því smiti sem nú er komið upp. „Það skiptir miklu að við fáum að opna allt aftur og fáum að vera til,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira