Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:33 Þórólfur Guðnason á leið af fundi með formönnum stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira