Hættir við hertar páskaaðgerðir og biðst afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:00 Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005. Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fallið frá áformum um enn harðari aðgerðir yfir páskana aðeins rúmum sólarhring eftir að tilkynnt var um þær. Merkel segist hafa gert mistök og að hún beri ábyrgð á U-beygjunni. Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Ákvörðun um harðar aðgerðir yfir páskana var tekin í kjölfar fundar með ríkisstjórum allra sextán ríkja Þýskalands á mánudagskvöld. Fallið var frá hugmyndunum á neyðarfundi í morgun. Aðgerðirnar höfðu verið gagnrýndar bæði af viðskiptafólki og vísindamönnum. Aðgerðirnar hefðu orðið þær hörðustu í Þýskalandi til þessa. Flestar búðir hefðu þurft að hafa lokað og samsöfnun fólks takmörkuð verulega. Í fimm daga yfir páskana, 1. til 5. apríl, hefðu Þjóðverjar þurft að halda sig heima. Þá hefðu trúarathafnir verið blásnar af, fjölskyldusamkomur sömuleiðis og allar verslanir svo til verið lokaðar. Vantraustyfirlýsing á þinginu Merkel sagðist í dag axla ábyrgð á viðsnúningnum sem hefði valdið óvissu í landinu. Bað hún þegna sína afsökunar. „Við höfðum góðar ástæður fyrir þessu en það var ekki hægt að framkvæma aðgerðirnar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Merkel. Flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir vantrausti á Merkel sem hafnaði tillögu þeirra. Í frétt BBC um málið kemur fram að staða Þjóðverja fari versnandi. Breska afbrigði veirunnar er útbreidd í landinu og minnti Merkel á það á blaðamannafundi í dag að afbrigði veirunnar væri banvænari og mun meira smitandi en fyrri afbrigði. Trúarleiðtogar æfir Þrátt fyrir versnandi stöðu var tilkynningunni um fimm daga útgöngubann yfir páskana tekið illa. Sérstaklega fór takmörkun guðsþjónusta yfir páskana illa í trúarleiðtoga. Sögðu þeir að yfirstandandi samkomutakmarkanir og sóttvarnir gerðu trúarathafnir öruggar. Núgildandi aðgerðir í Þýskalandi hafa verið framlengdar til 18. apríl. „Nei ég ætla ekki að gera það,“ sagði Merkel þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að taka við vantrauststillögu þriggja minnihlutaflokka á þingi. „Ég bað þjóðina afsökunar á mistökum mínum. Það var rétt af mér held ég. Ég hef einnig stuðning allrar ríkisstjórnarinnar og þingsins,“ sagði Merkel í dag. Fylgið hrapar Fylgi Kristinna demókrata, flokks Merkels, og Sósíaldemókrata, sem eru með þeim í ríkisstjórn, hefur fallið gríðarlega á undanförnum mánuðum, aðeins sex mánuðum fyrir þingkosningar. Kosningaspár segja að flokkarnir fái sögulega lágt fylgi í komandi kosningum. Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í fjögur kjörtímabil í röð. Þjóðverjar virðast hins vegar orðnir þreyttir á viðbrögðum stjórnvalda á seinni stigum kórónuveirufaraldursins og hefur fylgi flokksins fallið gríðarlega undanfarið. Þá kom flokkurinn mjög illa út í tveimur sambandslandakosningum á dögunum, í Baden-Württemberg og Rínarlandi-Pfalz. Merkel hefur tilkynnt að hún muni stíga til hliðar fyrir komandi kosningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44 Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. 23. mars 2021 11:44
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33