Gerrard: Enska landsliðið henti besta hægri bakverði landsins út úr liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 12:01 Trent Alexander-Arnold hefur átt erfitt tímabil hjá Liverpool og missti fyrir vikið sæti sitt í enska landsliðinu. Getty/John Powell Steven Gerrard var mjög hissa að sjá það að Trent Alexander-Arnold var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira