Staðfestir að Ingvar sé viðbeinsbrotinn og verði frá í fjórar til sex vikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:00 Ingvar Jónsson verður ekki með Víkingum í upphafi Pepsi Max-deildarinnar. Vísir/Bára Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, mun missa af fyrstu leikjum Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu vegna meiðsla. Ingvar viðbeinsbrotnaði í leik Víkings og Keflavíkur í Lengjubikarnum síðasta föstudag. Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira