Norðurlöndin rannsaka betur bóluefni AstraZeneca Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:28 Alma Möller landlæknir ræddi bóluefni AstraZeneca á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Norðurlöndin, þar á meðal Ísland, hafa ákveðið að rannsaka betur bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 áður en lengra er haldið með notkun bóluefnisins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Eins og kunnugt er var gert tímabundið hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca fyrr í mánuðinum vegna alvarlegra en sjaldgæfra aukaverkana sem komu upp hjá fólki sem hafði fengið bóluefnið. Síðastliðinn fimmtudag birti Evrópska lyfjastofnunin tilkynningu þar sem kom fram að heilt yfir sé ávinningurinn af notkun bóluefnis AstraZeneca meiri en áhættan. Í kjölfar þess mats ákváðu margar þjóðir að halda áfram að bólusetja með efninu en Alma benti á að staðan í faraldrinum skipti máli við þá ákvörðun. Víða í Evrópu hefur faraldurinn verið í miklum vexti og því sé ávinningurinn meiri en áhættan af því að nota bóluefnið. Alma fór yfir þær alvarlegu aukaverkanir sem komið hafa upp í tengslum við notkun bóluefnisins en þær tengjast blóðstorkukerfinu. „Þar er númer eitt blóðsegar eða blóðtappar til dæmis í fótleggjum og lungum, það sem við köllum eiginlega hefðbundna blóðtappa og það er sjúkdómur sem við þekkjum vel og sjáum ekki svo sjaldan. Þar er ekki staðfest aukin áhætta með vissu en samt áhyggjur er lúta að yngra fólki. Í öðru lagi þá eru sjaldgæfir blóðsegar í bláæðum heila og þeim blóðtöppum getur fylgt lækkun á blóðflögum og jafnvel blæðingar. Hér er áhættan talin aukin eftir bólusetningu en þetta er mjög sjaldgæft. Í þriðja lagi er um að ræða sjaldgæfa blóðsega í smáæðum og þar er áhættan talin aukin eftir bólusetningu,“ sagði Alma. Hér á landi hefði Lyfjastofnun fengið tilkynningar um tvö tilvik lungnatappa en ekki sjaldgæfari aukaverkanirnar tvær sem Alma nefndi. „Norðurlandaþjóðirnar allar, þar á meðal Ísland, ákváðu hins vegar að rannsaka málið betur og hafa um það samvinnu áður en lengra verður haldið. Við Þórólfur [innsk.blm. Guðnason sóttvarnalæknir] höfum bæði setið fundi með norrænum kollegum okkar, síðast í gær, og rannsóknirnar lúta að því að safna gögnum um grunntíðni þessara sjaldgæfu sjúkdóma og hins vegar eru þá þær þjóðir þar sem þessi tilfelli hafa komið upp að rannsaka þau sérstaklega og hafa safnað öllu sínu besta fólki. Í framhaldinu verður leitast við að meta hvort áhættan sé mismunandi, eftir til dæmis aldri og kyni, og það yrði þá grunnur að ákvörðun um áframhaldandi notkun,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent