Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 07:59 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta. Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira