Solskjær varði ákvörðun sína að hvíla Bruno í gær: Hann er manneskja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United ræðir hér við Bruno Fernandes. Getty/Matthew Peters Manchester United datt út úr enska bikarnum í gærkvöldi en margir gagnrýndi knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær fyrir það að nota ekki sinn besta mann á móti Leicester. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira