Solskjær kennir þreytu um frammistöðu Man Utd gegn Leicester Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. mars 2021 23:00 „Erum of þreyttir“ vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir sitt lið hafa verið þjakað af þreytu í leik liðsins gegn Leicester í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag. Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1, en þegar leið á leikinn sigu heimamenn í Leicester fram úr og unnu að lokum 1-3 sigur. „Okkur skorti neistann sem til þarf og það er skiljanlegt. Liðið hefur verið frábært síðustu þrjá til fjóra mánuði. Við höfum spilað á þriggja daga fresti og verið á góðri siglingu. Nú var tankurinn tómur eftir alla þessa leiki og öll þessi ferðalög.“ „Við áttum stórt kvöld í Milan á fimmtudagskvöldið og það tók mikið af okkur, líkamlega. Í dag höfðum við ekki kraftinn, orkuna eða sjálfstraustið,“ segir Solskjær. „Við reyndum hvað við gátum og byrjuðum vel. Stundum getur þú gefið sjálfum þér adrenalínskot með því að ná marki og þú getur harkað í gegnum leiki en við vorum með of marga leikmenn sem hafa spilað of marga leiki og aðra sem hafa ekki spilað nógu marga leiki. Við höfðum ekki nóg til að keppa við erfiðan andstæðing.“ "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Við vinnum saman og töpum saman. Við erum ekki að benda á einhvern og kenna einhverjum um. Annað markið þeirra var vel gert hjá stráknum en ef við hefðum haft smá orku hefðum við náð honum,“ sagði Solskjær en Man Utd situr í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Nú höfum við Evrópudeildina og ensku úrvalsdeildina til að einbeita okkur að. Við hefðum viljað fara á Wembley en nú verðum við að einbeita okkur að okkar verkefnum. Við erum í góðri stöðu í deildinni og viljum bæta okkur,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1, en þegar leið á leikinn sigu heimamenn í Leicester fram úr og unnu að lokum 1-3 sigur. „Okkur skorti neistann sem til þarf og það er skiljanlegt. Liðið hefur verið frábært síðustu þrjá til fjóra mánuði. Við höfum spilað á þriggja daga fresti og verið á góðri siglingu. Nú var tankurinn tómur eftir alla þessa leiki og öll þessi ferðalög.“ „Við áttum stórt kvöld í Milan á fimmtudagskvöldið og það tók mikið af okkur, líkamlega. Í dag höfðum við ekki kraftinn, orkuna eða sjálfstraustið,“ segir Solskjær. „Við reyndum hvað við gátum og byrjuðum vel. Stundum getur þú gefið sjálfum þér adrenalínskot með því að ná marki og þú getur harkað í gegnum leiki en við vorum með of marga leikmenn sem hafa spilað of marga leiki og aðra sem hafa ekki spilað nógu marga leiki. Við höfðum ekki nóg til að keppa við erfiðan andstæðing.“ "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Við vinnum saman og töpum saman. Við erum ekki að benda á einhvern og kenna einhverjum um. Annað markið þeirra var vel gert hjá stráknum en ef við hefðum haft smá orku hefðum við náð honum,“ sagði Solskjær en Man Utd situr í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Nú höfum við Evrópudeildina og ensku úrvalsdeildina til að einbeita okkur að. Við hefðum viljað fara á Wembley en nú verðum við að einbeita okkur að okkar verkefnum. Við erum í góðri stöðu í deildinni og viljum bæta okkur,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira