Von á niðurstöðu um eittleytið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. mars 2021 12:01 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11