„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 11:56 Guðmundur Felix fór í klippingu þegar hann fór heim af spítalanum um helgina og birti þessa mynd af því tilefni á Facebook. Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira