Bara Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 13:30 David Beckham og Tom Brady eru heimsþekktir íþróttamenn. Það munar bara tveimur árum á þeim en Beckham er löngu hættur á meðan að Brady er enn að spila. Samsett/Getty Tom Brady og David Beckham eru tveir af þekktustu íþróttamönnum sögunnar. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa nú aðsetur í blíðunni á Flórída og eru greinilega góðir vinir ef marka má nýtt myndband af þeim. Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan. NFL Fótbolti Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan.
NFL Fótbolti Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira