Hjúkrunarheimili, baráttan um miðjuna og kynferðisofbeldi í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2021 16:31 Í Víglínunni á Stöð 2 klukkan 17:35 verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Þórunni Sveinbjarnardóttur, Steinunni Gyðu og Guðjónsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson. Stöð 2/Einar Í vikunni gagnrýndu Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð hvernig heilbrigðisyfirvöld ætla að standa að yfirtöku hjúkrunarheimila í bæjarfélögunum eftir að þau ákváðu að hætta rekstri þeirra sjálf. Bæjarfélögin segja heilbrigðisráðuneytið þvinga fram uppsagnir alls starfsfólks hjúkrunarheimilanna án þess að tryggt væri að það héldi störfunum eftir að heilbrigðisstofnanir ríkisins taka reksturinn yfir. Uppsagnir áttu að taka gildi um næstu mánaðamót en sveitarfélögin hafa frestað þeim um mánuð í von um að lausn finnist. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að farsæl lausn finnst á framkvæmd yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt margar rangfærslur í málflutningi Vestmannaeyjabæjar og Fjarðabyggðar. Verið sé að framfylgja lögum við yfirtökuna og bæjarfélögin hljóti að hafa gert sér grein fyrir að yfirtakan hefði uppsagnir starfsfólks í för með sér og síðan yrðu störfin auglýst laus til umsóknar. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær heilbrigðisráðherra til að ræða þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi, Kraganum, ákvað í vikunni að skáka Guðmundi Andra Thorssyni alþingismanni og oddvita flokksins í kjördæminu úr forystusætinu í annað sætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og fyrrverandi þingmaður flokksins og umhverfisráðherra var skipuð í fyrsta sætið og kæmi því aftur inn á þing eftir tíu ára hlé nái hún kjöri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í suðvesturkjördæmi og Þórunn Sveinbjarnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í kjördæminu segja málefnin ráða myndun næstu ríkisstjórnar. Formaður Samfylkingarinnar hefur hins vegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórunn mætir í Víglínuna ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar samráðherra hennar í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Geirs H. Haarde. Í kosningunum í lok september munu þær takast á um hilli kjósenda vinstri og hægra megin við miðju stjórnmálanna en áherslur þessarra flokka eru um margt líkar. Jón Steinar Gunnlaugsson er sammála talskonu Stígamóta um alvarleika kynferðisafbrota. Hins vegar megi ekki gilda aðrar reglur um sönnunarbyrði í þeim málum en öðrum.Stöð 2/Einar Mikil óánægjualda braust út meðal samtaka kvenna í þjóðfélaginu þegar upplýst var að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að ráða Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara í tímabundið verkefni til að vinna að tillögum um styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Um svipað leyti kynntu Stígamót kæru níu kvenna á íslenska ríkinu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess að kynferðis- og heimilisofbeldismál þeirra hefðu verið felld niður. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að þrátt fyrir að sönnunargögn eins og símaskilaboð frá geranda hafi legið fyrir í málum níu kvenna sem kærð hafa verið til Mannréttindadómstólsins, haf þeirra mál ekki náð að komast fyrir dómstóla.Stöð 2/Einar Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta og Jón Steinar Gunnlaugsson sem ákvað á föstudag að segja sig frá verkefninu mæta í Víglínuna til að ræða þessi mál. Jón Steinar hefur áður verið gagnrýndur fyrir málflutning sinn um sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum þar sem hann hefur meðal annars sagt að ekki sé hægt að snúa sönnunarbyrði í þeim málum við. Stígamót hafa síðan haldið því fram að ekki sé hlustað á sjónarmið kvenna í kynferðir- og heimilisofbeldismálum. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:35 og fer inn á Stöð 2+ að útsendingu lokinni. Víglínan Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57 Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. 10. mars 2021 07:43 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Bæjarfélögin segja heilbrigðisráðuneytið þvinga fram uppsagnir alls starfsfólks hjúkrunarheimilanna án þess að tryggt væri að það héldi störfunum eftir að heilbrigðisstofnanir ríkisins taka reksturinn yfir. Uppsagnir áttu að taka gildi um næstu mánaðamót en sveitarfélögin hafa frestað þeim um mánuð í von um að lausn finnist. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að farsæl lausn finnst á framkvæmd yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt margar rangfærslur í málflutningi Vestmannaeyjabæjar og Fjarðabyggðar. Verið sé að framfylgja lögum við yfirtökuna og bæjarfélögin hljóti að hafa gert sér grein fyrir að yfirtakan hefði uppsagnir starfsfólks í för með sér og síðan yrðu störfin auglýst laus til umsóknar. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær heilbrigðisráðherra til að ræða þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi, Kraganum, ákvað í vikunni að skáka Guðmundi Andra Thorssyni alþingismanni og oddvita flokksins í kjördæminu úr forystusætinu í annað sætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og fyrrverandi þingmaður flokksins og umhverfisráðherra var skipuð í fyrsta sætið og kæmi því aftur inn á þing eftir tíu ára hlé nái hún kjöri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í suðvesturkjördæmi og Þórunn Sveinbjarnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í kjördæminu segja málefnin ráða myndun næstu ríkisstjórnar. Formaður Samfylkingarinnar hefur hins vegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þórunn mætir í Víglínuna ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar samráðherra hennar í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Geirs H. Haarde. Í kosningunum í lok september munu þær takast á um hilli kjósenda vinstri og hægra megin við miðju stjórnmálanna en áherslur þessarra flokka eru um margt líkar. Jón Steinar Gunnlaugsson er sammála talskonu Stígamóta um alvarleika kynferðisafbrota. Hins vegar megi ekki gilda aðrar reglur um sönnunarbyrði í þeim málum en öðrum.Stöð 2/Einar Mikil óánægjualda braust út meðal samtaka kvenna í þjóðfélaginu þegar upplýst var að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að ráða Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara í tímabundið verkefni til að vinna að tillögum um styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Um svipað leyti kynntu Stígamót kæru níu kvenna á íslenska ríkinu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess að kynferðis- og heimilisofbeldismál þeirra hefðu verið felld niður. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að þrátt fyrir að sönnunargögn eins og símaskilaboð frá geranda hafi legið fyrir í málum níu kvenna sem kærð hafa verið til Mannréttindadómstólsins, haf þeirra mál ekki náð að komast fyrir dómstóla.Stöð 2/Einar Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta og Jón Steinar Gunnlaugsson sem ákvað á föstudag að segja sig frá verkefninu mæta í Víglínuna til að ræða þessi mál. Jón Steinar hefur áður verið gagnrýndur fyrir málflutning sinn um sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum þar sem hann hefur meðal annars sagt að ekki sé hægt að snúa sönnunarbyrði í þeim málum við. Stígamót hafa síðan haldið því fram að ekki sé hlustað á sjónarmið kvenna í kynferðir- og heimilisofbeldismálum. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:35 og fer inn á Stöð 2+ að útsendingu lokinni.
Víglínan Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57 Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. 10. mars 2021 07:43 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22
Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57
Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. 10. mars 2021 07:43