Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:01 Harry Maguire tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið í stað þess að koma Manchester United í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan. Getty/Laurence Griffiths Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira