Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 10:21 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29
Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18
Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00