Haaland veit ekkert hvað hann æpti á Bono Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 12:30 Erling Haaland ögrar Bono, markverði Sevilla, eftir að hafa skorað hjá honum úr vítaspyrnu. getty/Alexandre Simoes Erling Haaland, veit ekki hvað hann öskraði á Bono, markvörð Sevilla, eftir að hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Borussia Dortmund í leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira
Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira