Hjörtur Hermannsson orðaður við þýsk úrvalsdeildarlið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 23:30 Hjörtur Hermannsson í baráttunni gegn Raheem Sterling er Ísland mætti Englandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli sumarið 2020. Vísir/Hulda Margrét Hjörtur Hermannsson, varnarmaður Bröndby í Danmörku og íslenska landsliðsins, er orðaður við þýska úrvalsdeildarliðið Union Berlín en samningur hans við danska stórveldið rennur út næsta sumar. Hjörtur er meðal nokkurra leikmanna Bröndby sem verða samningslausir í sumar. Talið er að Bröndby vilji yngja lið sitt og er talið að hinn 26 ára gamli Hjörtur fái því ekki endurnýjun á samningi. Þá hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu á þessari leiktíð þó svo hann hafi leikið flesta leiki liðsins undanfarið. Samkvæmt Tipsbladet er Hjörtur á óskalista Union Berlín sem situr í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Liðið er á sínu öðru tímabili í deildinni eftir að hafa komist upp í fyrsta skipti í sögunni vorið 2019. Talið er að Berlín vilji styrkja varnarleik sinn enn frekar og ekki skemmir fyrir að Hjörtur verður samningslaus í sumar. Hjörtur hefur verið hjá Bröndby síðan 2016 en þar áður var hann á mála hjá PSV í Hollandi. Nú virðist allt stefna til þess að hann færi sig um set til Þýskalands en ásamt Union Berlín þá vilja Augsburg og Hamburg einnig fá íslenska landsliðsmanninn í sínar raðir. Hjörtur á að baki 18 A-landsleiki fyrir Íslands hönd sem og eitt mark. Alls lék hann á sínum tíma 59 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim tíu mörk. Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Hjörtur er meðal nokkurra leikmanna Bröndby sem verða samningslausir í sumar. Talið er að Bröndby vilji yngja lið sitt og er talið að hinn 26 ára gamli Hjörtur fái því ekki endurnýjun á samningi. Þá hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu á þessari leiktíð þó svo hann hafi leikið flesta leiki liðsins undanfarið. Samkvæmt Tipsbladet er Hjörtur á óskalista Union Berlín sem situr í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Liðið er á sínu öðru tímabili í deildinni eftir að hafa komist upp í fyrsta skipti í sögunni vorið 2019. Talið er að Berlín vilji styrkja varnarleik sinn enn frekar og ekki skemmir fyrir að Hjörtur verður samningslaus í sumar. Hjörtur hefur verið hjá Bröndby síðan 2016 en þar áður var hann á mála hjá PSV í Hollandi. Nú virðist allt stefna til þess að hann færi sig um set til Þýskalands en ásamt Union Berlín þá vilja Augsburg og Hamburg einnig fá íslenska landsliðsmanninn í sínar raðir. Hjörtur á að baki 18 A-landsleiki fyrir Íslands hönd sem og eitt mark. Alls lék hann á sínum tíma 59 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim tíu mörk.
Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira